Innlent

Mikilvægt að fá endurnýjað umboð

Björgvin G. Sigurðsson fékk endurnýjað umboð fyrir þingsetu.
Björgvin G. Sigurðsson fékk endurnýjað umboð fyrir þingsetu.
„Ég er mjög sáttur við listann, röðunina, þátttökuna og allt," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra.

Björgvin var kjörinn í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 25 apríl. Hann segir mjög mikilvægt að hafa fengið tækifæri til að endurnýja umboð sitt til að starfa með forystu flokksins fyrir næstu kosningar. „Og ég lýsti því yfir þegar ég sagði af mér að ég myndi sækjast eftir endurnýjuðu umboði í opnu prófkjöri ef ég fengi tækifæri á því," segir Björgvin.

Björgvin segir að samfylkingarmenn í Suðurkjördæmi setji stefnuna á að fá þrjá örugga menn á þing. „Og sláumst náttúrlega alltaf fyrir þeim fjórða. Það er svona það sem við teljum að við getum fengið," segir Björgvin.




Tengdar fréttir

Björgvin hreppti fyrsta sætið

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hreppti fyrsta sæti í prófkjöri samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Oddný Guðbjörg Harðardóttir lenti í öðru sæti en Róbert Marshall í þriðja sæti. All kusu 2389 manns og varðröð 6 efstu manna þessi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×