Innlent

Flytur til Utah ef ekki fást peningar

Oddur Helgason vill að ríkið stofni sjálfseignarstofnun utan um bóka- og skjalasafn hans svo upplýsingarnar haldist í landinu.
Oddur Helgason vill að ríkið stofni sjálfseignarstofnun utan um bóka- og skjalasafn hans svo upplýsingarnar haldist í landinu.

Oddur Helgason, sem á og rekur ORG ættfræðiþjónustuna, segir fyrirtækið standa á fjárhagslegum brauðfótum. Ef ekki komi til aðgerða af hálfu hins opinbera neyðist hann til að flytja starfsemina úr landi. Góðviljaðir menn í Utah-ríki í Bandaríkjunum hafi boðist til að styðja við bakið á honum flytjist hann þangað.

Oddur segir slíkan flutning neyðarlendingu og vill leita allra leiða til að halda sér og fyrirtækinu á Íslandi. Í því skyni hefur hann stungið upp á að ríkið kaupi af honum viðamikið bóka- og skjalasafn, sem hafi að geyma ómetanlegar upplýsingar um ætt- og þjóðfræði, og stofni utan um það sjálfseignarstofnun. Þannig kæmist safnið í eigu þjóðarinnar sjálfrar. Reiknast honum til að átján milljónir króna væri sanngjörn fjárhæð en það er sama upphæð og ríkið greiddi fyrir skopmyndasafn Sigmunds frá Vestmannaeyjum árið 2004.

Oddur kveðst hafa notið ríkisframlaga frá aldamótum sem samtals nemi á bilinu 8-10 milljónum króna og eins og undangengin ár hafi hann lagt inn erindi til fjárlaganefndar vegna fjárlagagerðar fyrir næsta ár.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×