Innlent

NATÓ notar Eurovisionframlag Íslendinga

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Eurovisionframlag Íslendinga þetta árið, Is it True, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur hljómar undir í kynningarmyndbandi á heimasíðu Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, um áhrif fjármálakreppunnar á öryggismál. Fullyrt er að Íslendingar hafi ekki kært sig um að vinna keppnina í þetta sinn.

Í myndbandinu er fjallað um afleiðingar kreppunnar á fólk víða um heim. Þar kemur til að mynda fram að mun fleiri reiði sig nú á erlenda hjálparaðstoð. Þá eigi öfgamenn mun auðveldara með að afla málstað sínum fylgis í efnahagslægð og kreppu. Meðal annars hafi hægriöfgaflokkum vaxið ásmegin í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins og þá óttist varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna uppgang samtaka ofstækismanna vegna ástands efnahagsmála.

Í lok myndbandsins þegar tengsl Eurovisionlagsins við viðfangsefnið er útskýrð kemur fram að fjölmargir Íslendingar hafi þrátt fyrir að þykja lagið gott ekki viljað að Jóhanna Guðrún myndi sigra keppnina. Ástæðan mun vera sú að landsmenn hafi óttast mikil fjárútlát ríkisins við að halda keppnina að ári.

Hægt er að horfa á kynningarmyndband Atlantshafsbandalagsins um afleiðingar fjármálakreppunnar á öryggismál hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×