Innlent

Staðinn að meintum ólöglegum veiðum

Áhöfnin á nýju Landhelgisgæsluvélinni TF-SIF stóð togbát að meintum ólöglegum veiðum út af Önundarfirði á Vestfjörðum í gærkvöldi og var skipstjóranum gert að sigla til Grundarfjarðar. Þangað kom báturinn í nótt og tók lögregla skýrslu af skipstjóranum. Ekki liggur fyrir hvað þar kom fram en gæslumenn töldu hann hafa verið að veiðum innan leyfilegra marka á vettvangi. Þetta er í fyrsta sinn sem nýja flugvélin nýtist við landhelgisbrot.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×