Erlent

Umbætur handa breskum lestarfarþegum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Farþegar breskra járnbrautarlesta eiga von á miklum umbótum á lestarkerfi landsins þegar 35 milljörðum punda verður varið til að fjölga lestum og draga þannig úr seinkunum og fjölda farþega í hverri lest. Umbæturnar hefjast fljótlega en verður ekki að fullu lokið fyrr en árið 2014 enda hafa þær í för með sér mikla endurskipulagningu. Farþegasætum verður fjölgað úr 3.500 í 17.000 og nokkrar nýjar járnbrautarstöðvar byggðar enda hefur notendum lestanna fjölgað verulega eftir því sem efnahag almennings hefur hrakað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×