Enski boltinn

Kinnear reyndi að fá Hyypia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, greindi frá því í dag að hann hafi reynt að fá Sami Hyypia, leikmann Liverpoool, til félagsins.

Hann hefur reynt að styrkja leikmannahópinn í janúarmánuði og hefur gert tilboð í tvo aðra leikmenn.

Kevin Nolan kom til félagsins nú í vikunni og Ryan Taylor er líklega einnig á leið í skiptum fyrir Charles N'Zogbia.

„Ég hef eytt meirihluta tveggja síðustu dag aí að fá fjármagn til að fá leikmenn til félagsins," sagði hann eftir að Newcastle gerði 1-1 jafntefli við Sunderland í dag.

„Ég mun halda þeirri vinnu áfram fram á miðnætti á morgun. Vonandi að allir fjórir samningarnir gangi í gegn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×