Erlent

Tunglfarar líta til baka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þremenningarnir sem fyrstir stigu fæti á tunglið.
Þremenningarnir sem fyrstir stigu fæti á tunglið.

Tunglfararnir Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins komu saman í gær á geimferðasafni Bandaríkjanna og minntust þess að 40 ár voru liðin frá því að þeir tveir fyrstnefndu stigu fyrstir manna fæti á tunglið. Ávörpuðu þeir félagar stóran hóp gesta og rifjuðu upp skrefin örlagaríku í júlímánuði árið 1969. Barack Obama Bandaríkjaforseti heiðraði samkomuna með nærveru sinni og lét þau orð falla að þarna færu sannar amerískar hetjur sem yrðu komandi kynslóðum fyrirmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×