Fótbolti

Ólafur telur að Skotarnir hafi verið með aprílgabb

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Stefán

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, segir í viðtali við skoska fjölmiðla í dag að hann telji að tilkynningin um að þeir Barry Ferguson og Alan McGregor verði ekki með í kvöld hafi verið aprílgabb.

Þeir sem þekkja til Ólafs vita að það er stutt í húmorinn hans en Skotarnir eru að kynnast því af eigin raun. „Þetta er aprílgabb í tilefni dagsins," sagði Ólafur við STV og talaði um að það komi sér ekkert á óvart í fótbolta.

Ólafur telur að þetta mál hafi engin áhrif á íslenska liðið enda þurfi sitt lið bara að hugsa um sig. Ólafur sló síðan án enn léttari strengi og sagði. „Þeir verða 11 inn á vellinum og alveg alsgáðir," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×