Innlent

Vilja ganga að ábyrgðum

Þorsteinn M. Jónsson.
Þorsteinn M. Jónsson.

Nýja Kaupþing hefur stefnt Kevin Gerald Stanford, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni og mun krefjast þess að ábyrgðir vegna láns til félagsins Materia Invest ehf. falli á þá.

Málið verður þingfest í Héraðs­dómi Reykjavíkur 3. september. Samkvæmt upplýsingum frá Geir Gestssyni, lögmanni stefndu, snýst málið um 720 milljóna króna lán til Materia Invest, sem þremenningarnir voru í persónu­legum ábyrgðum fyrir.

Falli ábyrgðin á þá þarf hver að greiða 240 milljónir króna.
Ekki fengust nánari upplýsingar frá Kaupþingi í gær. - bj
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.