Erlent

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti Suu Kyi

Suu Kyi
Suu Kyi

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Mjanmar, áður Búrma, í dag. (LUM) Hann ætlar í heimsókn sinni að þrýsta mjög á um það við herstjórn landsins að hún láti stjórnarndstöðuleiðtogann Aung San Suu Kyi lausa úr fangelsi.

Suu Kyi hefur ýmist verið í fangelsi eða haldið fanginni á heimili sínu frá því flokkur hennar sigraði í þingkosningum í landinu fyrir nærri tveimur áratugum. Nýlega var henni stungið í alræmt fangelsi fyrir brot á skilyrðum stofufangelsins síns þegar hún leyfði Bandaríkjamanna að hvílast á heimili sínu eftir að hann hafði synt að húsinu í maí síðastliðnum.

Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi vegna þess og telja margir að málið sé notað til að tryggja fangelsun Suu Kyi fram yfir kosningar sem fyrirhugaðar eru á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×