Enski boltinn

Giggs búinn að semja við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giggs fagnar marki með Manchester United.
Giggs fagnar marki með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs hefur gert eins árs samning við Manchester United og mun því spila áfram með liðinu á næstu leiktíð.

Eins og greint var frá í morgun er Giggs ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna. Gamli samningurinn átti að renna út nú í sumar.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United árið 1991 og hefur síðan þá komið við sögu í 787 leikjum sem er met hjá félaginu.

Þegar nýi samningurinn rennur út verður hann tæplega 37 ára gamall.




Tengdar fréttir

Giggs til í eitt ár enn

Ryan Giggs hefur greint frá því að hann eigi nú í viðræðum við Manchester United um nýjan samning sem gildir til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×