Fólk í kröggum fær sparnað greiddan út 2. febrúar 2009 03:00 Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar. Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir: „Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda." „Það hringdi í mig kona norðan úr landi, atvinnulaus með þrjú börn, sem á talsverða peninga inni á svona reikningi en á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman í dag. Orð hennar duga mér eiginlega sem rök, því hún sagðist heldur vilja að börnin sín fái að borða í vetur en að hún eigi einhvern sparnað þegar hún kemst á elliárin. Það er kannski einfalda röksemdafærslan í þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segir ekki tímabært að lýsa mögulegum framkvæmdaleiðum nákvæmlega. „Hugsanlegar leiðir verða að sjálfsögðu ræddar við sjóðina áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar reglur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti," segir Steingrímur. „Ég var með frumvarp í smíðum sem kvað á um það sama og hefði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku hefði hún fundað þá," segir Árni Mathiesen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir þó ákveðna hættu geta falist í þessari leið. „Sérstaklega fyrir minni sjóðina sem ekki hafa mikið lausafé," útskýrir hann. „Þeir gætu þá hugsanlega þurft að selja það sem er auðseljanlegast úr skuldabréfasafninu til að greiða út og þá sætu eftir bréf sem eru ekki jafn mikils virði. Þá gætu þeir sem ættu eftir í sjóðnum setið uppi með slakari eign." Hann segist ekki sjá á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar af hverju Samfylkingin hefði þurft að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn því á skránni séu meira og minna sömu mál og sami andi og unnið var eftir í síðustu ríkisstjórn.- jse,kg Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar. Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir: „Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda." „Það hringdi í mig kona norðan úr landi, atvinnulaus með þrjú börn, sem á talsverða peninga inni á svona reikningi en á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman í dag. Orð hennar duga mér eiginlega sem rök, því hún sagðist heldur vilja að börnin sín fái að borða í vetur en að hún eigi einhvern sparnað þegar hún kemst á elliárin. Það er kannski einfalda röksemdafærslan í þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segir ekki tímabært að lýsa mögulegum framkvæmdaleiðum nákvæmlega. „Hugsanlegar leiðir verða að sjálfsögðu ræddar við sjóðina áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar reglur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti," segir Steingrímur. „Ég var með frumvarp í smíðum sem kvað á um það sama og hefði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku hefði hún fundað þá," segir Árni Mathiesen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir þó ákveðna hættu geta falist í þessari leið. „Sérstaklega fyrir minni sjóðina sem ekki hafa mikið lausafé," útskýrir hann. „Þeir gætu þá hugsanlega þurft að selja það sem er auðseljanlegast úr skuldabréfasafninu til að greiða út og þá sætu eftir bréf sem eru ekki jafn mikils virði. Þá gætu þeir sem ættu eftir í sjóðnum setið uppi með slakari eign." Hann segist ekki sjá á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar af hverju Samfylkingin hefði þurft að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn því á skránni séu meira og minna sömu mál og sami andi og unnið var eftir í síðustu ríkisstjórn.- jse,kg
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira