Innlent

Telur að álver rísi í Helguvík

Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, er einn af þremur þingmönnum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, er einn af þremur þingmönnum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði og nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekkert vera því til fyrirstöðu að álver rísi Helguvík nái framkvæmaaðilar að fjármagna verkefnið.

„Eins og þetta lítur út eru sveitarfélögin búin að að vinna vinnuna sína og það er komin heimild til að gera samninga um álverið. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að álver rísi í Helguvík," segir bæjarstjórinn.

Ærin verkefni

Oddný segir ærin verkefni framundan og sjálf ætli hún að leggja áherslu á atvinnumálin. Þá segir hún að stærsta verkefni sitt og þingmanna sé að setja upp raunhæft plan til að koma þjóðinni út úr yfirstandandi erfiðleikum.

Vill vinstri stjórn

„Ég held að það væri mjög gott ef það tækist samkomulag með núverandi stjórnarflokkum en það eru auðvitað málefnin sem skipta máli," segir Oddný aðspurð hvaða stjórnarmunstur hugnist sér best. Hún segi að lesa megi úr niðurstöðum kosninganna að þjóðin vilji ríkisstjórn vinstri flokkanna. „Aftur á móti eru ágreiningsmál en ég vona að það náist að leysa úr þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×