Erlent

Obama kominn til Tyrklands

Obama er í Tyrklandi þessa stundina. Mynd/ AFP.
Obama er í Tyrklandi þessa stundina. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Tyrklands í dag í fyrstu heimsókn sinni til múslimaríkis, eftir að hann tók við embætti forseta. Tyrkland er síðasta ríkið sem Obama heimsækir í átta daga Evrópureisu sinni. Heimsóknin til Tyrklands þykir benda til þess að hann vilji sýna að honum sé full alvara með því að bæta samskipti Bandaríkjanna við múslimaríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×