Lífið

Susan Boyle frábær í hljóðverinu

Hins skoska Boyle varð önnur í raunveraleikaþættinum Britain´s Got Talent.
Hins skoska Boyle varð önnur í raunveraleikaþættinum Britain´s Got Talent.

Idol-dómarinn Simon Cowell er afar spenntur fyrir nýrri plötu Susan Boyle sem lenti í öðru sæti í raunveruleikaþættinum Britain"s Got Talent. Upptökur á plötunni standa nú yfir og segist Cowell aldrei hafa verið hrifnari af rödd Boyle en einmitt nú.

„Ég hef tekið upp með henni eitt lag og hún hljómar stórkostlega. Hún er virkilega góð og þessi plata verður ekki bara með sýningarlögum. Við ætlum að taka okkur góðan tíma í þetta,“ sagði Cowell.

Boyle sló í gegn þegar hún söng I Dreamed a Dream úr söngleiknum Les Miserables í áheyrnarprufum þáttarins í Glasgow. Eftir að hún lenti í öðru sæti í úrslitaþættinum varð hún örmagna og þurfti að eyða fimm dögum í endurhæfingu.

Cowell var sakaður um að hafa notfært sér hina 48 ára Boyle til að auka áhorfið á þáttinn en hann er ósammála því. „Enginn neyddi hana til að taka þátt. Ég sagði við hana: „Ef þetta er of mikið fyrir þig þá þarftu ekki að taka þátt í úrslitunum“,“ sagði hann. „Enginn ætlar að neyða þig til þess. Gerðu bara það sem þú vilt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.