Íslenski boltinn

Baldur hættir hugsanlega líka í fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur í leik í sumar.
Baldur í leik í sumar. Mynd/Vilhelm

Eins og fram kom á Vísi hér fyrr í kvöld þá tilkynnti Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, stuðningsmönnum félagsins það á fundi að Marel Baldvinsson væri hættur í fótbolta.

Hann er hugsanlega ekki eini leikmaður Vals sem leggur skóna á hilluna því einnig kom fram á fundinum að Baldur Aðalsteinsson væri að íhuga að feta sömu slóð og Marel. Baldur ætlar að æfa með liðinu fram að áramótum og sjá svo til hvort hann haldi áfram.

Gunnlaugur greindi einnig frá því á fundinum að Steinþór Gíslason þyrfti að vinna sér inn nýjan samning hjá félaginu en hann hefur verið mikið meiddur síðustu ár.

Sigurbjörn Hreiðarsson, Ian Jeffs og Viktor Unnar Illugason verða þó áfram í herbúðum Vals.

Svo lét Gunnlaugur í það skína á fundinum að hugsanlega væri von á tveimur nýjum mönnum í viðbót. Sagðist hann þá vera að leita að reyndum framherja meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×