Innlent

Vilja hagstæð lán

Nýstofnuð Samtök ungra bænda vilja að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir að ungt fólk geti fengið hagstæð lán til jarðakaupa og þannig hafið búskap.

Í ályktun samtakanna er bent á að ríkisstjórnin segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að styðja við nýliðun í bændastétt.

Verulegt fjármagn þarf til að hefja búskap og eru þau lánakjör sem nú bjóðast sögð með öllu óhagstæð.

Leggja samtökin til að skoðað verði hvort efla megi Jarðasjóð í því augnamiði að veita nýliðum í landbúnaði hagstæð lán. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×