Innlent

Dómsmálaráðherra: Ég vil verja alla málaflokka ráðuneytisins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir segir það mikla áskorun að halda uppi óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir hagræðingarkröfu. Mynd/ Daníel.
Ragna Árnadóttir segir það mikla áskorun að halda uppi óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir hagræðingarkröfu. Mynd/ Daníel.
„Þetta er áhrifamikið ákall," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um nafnlaust bréf sem lögreglumaður sendi fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag.

Ragna segist verða að vísa á Stefán Eiríksson lögreglustjóra varðandi einstök efnistök í bréfinu, svo sem viðhald á lögreglubifreiðum eða kaup á DVD diskum, því þau varði starfsemi embættisins. Stóra myndin snúist því um fjárveitingar til lögreglu. Ragna segir að gerð sé hagræðingarkrafa til ráðuneytisins og unnið sé að tillögum til þess að mæta þessari hagræðingarkröfu.

„Ég vil verja alla málaflokka ráðuneytisins," segir Ragna og bendir á að enginn málaflokkur hafi af miklu að taka, hvorki lögreglan, landhelgisgæslan, ákæruvaldið, dómstólar né fangelsin. „Það þarf að hagræða með skynsömum hætti," bætir Ragna við.

Ragna segir að þegar athugasemdir heyrist frá lögreglunni, þá tali þeir ekki fyrir daufum eyrum. „Ég heyri hvað þeir segja og við hvað er að glíma," segir Ragna.






Tengdar fréttir

Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á sjónarmið lögreglunnar

„Þessi sjónarmið að það á ekki ekki að ganga nærri lögreglunni á þessum tímum eru sjónarmið sem ég hef haldið skýrt á lofti. En það er fjárveitingavaldið sem stjórnmálamennirnir stjórna sem þurfa að hlusta á þessi sjónarmið sem koma úr öllum áttum innan lögreglunnar," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum ekki einu sinni reiðir lengur, við erum bara orðnir þreyttir“

„Niðurskurðurinn eru 51,1 milljón og því verður ekki náð nema með stórfelldum niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp," segir Snorri Magnússon, formaður Landsamabands lögreglumanna en Vísir sagði frá áhyggjufullum lögreglumanni í morgun sem sendi fréttastofu bréf þar sem hann lýsti erfiðu starfsumhverfi lögreglumanna.

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×