Innlent

60 þúsund manns hafa sýkst af svínaflensunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haraldur Briem er sóttvarnarlæknir. Mynd/ Vilhelm.
Haraldur Briem er sóttvarnarlæknir. Mynd/ Vilhelm.
Sóttvarnalæknir áætlar að um 60 þúsund manns hafi sýkst af svokallaðri svínaflensu hér á landi. Yfir 50 þúsund manns hafa verið bólusettir hér á landi, einkum sjúklingar í skilgreindum forgangshópum, þungaðar konur og fólk í öryggis- og lykilstörfum af ýmsu tagi. Þar með eru samtals yfir 110.000 manns orðnir ónæmir fyrir inflúensunni eða þriðjungur þjóðarinnar.

Um 20 þúsund skammtar af bóluefni gegn inflúensunni eru væntanlegir til landsins um helgina og þeim verður dreift strax til heilsugæslustöðva. Bólusetning almennings ætti því að geta hafist víðast hvar strax eftir helgi, eins og ráð var fyrir gert en nokkur óvissa ríkti um hvort hægt yrði að standa við tímaáætlanir vegna tafa á afhendingu bóluefnis frá framleiðanda ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×