Innlent

Innbrotsþjófar á ferð í nótt

Brotist var inn í Listaháskólann við Laugarnesveg og bílaumboð við Vagnhöfða undir morgun. Þá var brotist inn í bíl við Suðurlandsveg. Ekki liggur fyrir hvort eða hverju var stolið, en innbrotsþjófanna er leitað. Hann er líka ófundinn þjófurinn, sem braust inn í fataverslun í fyrrinótt og stal þaðan átta jakkafötum, öllum í stærð 54.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×