Lífið

Mikill áhugi fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna

Margar af skærustu stjörnum úr íslensku poppi hafa gert garðinn frægan í Söngkeppni framhaldsskólanna. Þeirra á meðal er Eyþór Ingi sem vakti svo mikla athygli í Bandinu hans Bubba á Stöð 2. Eyþór vann Söngkeppnina árið 2007.
Margar af skærustu stjörnum úr íslensku poppi hafa gert garðinn frægan í Söngkeppni framhaldsskólanna. Þeirra á meðal er Eyþór Ingi sem vakti svo mikla athygli í Bandinu hans Bubba á Stöð 2. Eyþór vann Söngkeppnina árið 2007.
„Jú, mér finnst ég hafa fengið mun sterkari viðbrögð en ég nokkurn tíma gat ímyndað mér," segir Auður Kolbrá Birgisdóttir menntaskólanemi. Auður setti upp Facebook síðu til að knýja á um að Söngkeppni framhaldsskólanna yrði sjónvarpað líkt og fyrri ár. Segja má að mikill áhugi sé fyrir því að fá keppnina senda beint heim í stofu því um 10 þúsund Íslendingar skráðu sig á síðuna.

Stöð 2 og Coca Cola hafa tekið höndum saman og ætla að senda keppnina beint út frá Akureyri þann 18. apríl næstkomandi eftir að ljóst varð að Ríkissjónvarpið gæti ekki sent út keppnina vegna niðurskurðar. Auður Kolbrá segir að sér lítist vel á að hafa keppnina á Stöð 2 að þessu sinni. „Ég held að það sé fínt bara, bara tilbreyting," segir Auður Kolbrá. Hún segist vera áhugamaður um keppnina og hafi meðal annars horft á keppnina í fyrra.

Söngkeppnin hefur verið ákaflega vinsælt sjónvarpsefni á undanförnum árum og hafa margir þátttakendur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu þar. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segist ánægður með að tekist hafi að ná samningum við Coca Cola um að senda keppnina beint út. Án þessa samninga hefði það ekki verið hægt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.