Þurfti að gefa Idol-drauminn upp á bátinn 6. febrúar 2009 06:00 Framleiðendur Idolsins létu Arnar velja á milli Idol-keppninnar og Eurovision og hann valdi á endanum hið síðarnefnda. MYND/fréttablaðið/anton „Ég átti ekki annarra kosta völ," segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig," bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. Arnar var í lok síðasta árs beðinn um að syngja með Edgari Smára kántrílagið Easy to Fool í Eurovision. Hann hafði áður komist í gegnum Idol-prufurnar og bað framleiðendur þáttanna því um leyfi hvort hann mætti einnig syngja í Eurovision. Hann fékk grænt ljós á það en eftir að Easy to Fool komst í úrslitin kom babb í bátinn. „Ég var kallaður á fund og þeir sögðu að núna þyrfti ég að velja. Þarna var leiðinlega komið fram við mig því ég var búinn að ráða mig í verkefni og kominn hálfa leið með það. Þeir báðu mig um að bakka út úr því sem ég, samviskunnar vegna, hafði ekki í mér að gera." Arnar er svekktur að geta ekki haldið áfram í Idol því hann var kominn í tuttugu manna lokahóp, einn tíu stráka. Átti hann því ágæta möguleika á tveggja milljón króna sigurlaununum. „Ég ætlaði að gera mitt besta og sá mig komast eitthvað áleiðis. Þetta hefði verið frábær kynning fyrir mig sem söngvara og ég var orðinn mjög spenntur. Svo kemur þetta mál upp." Þór Freysson, framleiðandi Idol, segir að Arnari hafi verið leyft að taka þátt í Eurovision til halda öllum möguleikum hans opnum, enda hefði hann getað staðið frammi fyrir því að komast áfram í hvorugri keppninni. „Við höfum alltaf reynt að koma eins mikið til móts við keppendur og hægt er varðandi framkomu þeirra áður en Idol byrjar," segir Þór. Eftir að í ljós kom að Arnar tekur þátt í úrslitum Eurovision 13. febrúar, kvöldið áður en útsendingar frá Idol hefjast, þurfti aftur á móti að taka í taumana. „Hann tók ákvörðun eftir sinni bestu samvisku og vildi ekki svíkja félaga sína og lagahöfundinn, sem er mjög virðingarvert. Það er leiðinlegt að missa hann úr keppninni því hann er mjög hæfileikaríkur strákur en við höfðum nóg af keppendum sem bönkuðu á dyrnar til að koma í staðinn fyrir hann," segir Þór. Hann játar að aðrir Idol-keppendur hafi komið að máli við sig og kvartað yfir þátttöku Arnars í Eurovision. Það hafi samt ekki haft áhrif á sinnaskiptin. Spurður hvort framleiðendur Idolsins hafi lofað upp í ermina á sér gagnvart Arnari segir hann: „Það kom bara í bakið á okkur að hafa veitt þetta leyfi. Auðvitað var það mjög leiðinlegt að geta ekki staðið við þetta en þetta þróaðist svona." Torfi Ólafsson, höfundur Easy to Fool, er hæstánægður með ákvörðun Arnars. „Hann er svo efnilegur og góður söngvari að hann hefði getað sagt sér það sjálfur að þessi staða gæti komið upp, að hann færi svona langt í báðum keppnum. En það hefur aldrei boðað gott að eiga tvær kærustur."freyr@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Ég átti ekki annarra kosta völ," segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig," bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. Arnar var í lok síðasta árs beðinn um að syngja með Edgari Smára kántrílagið Easy to Fool í Eurovision. Hann hafði áður komist í gegnum Idol-prufurnar og bað framleiðendur þáttanna því um leyfi hvort hann mætti einnig syngja í Eurovision. Hann fékk grænt ljós á það en eftir að Easy to Fool komst í úrslitin kom babb í bátinn. „Ég var kallaður á fund og þeir sögðu að núna þyrfti ég að velja. Þarna var leiðinlega komið fram við mig því ég var búinn að ráða mig í verkefni og kominn hálfa leið með það. Þeir báðu mig um að bakka út úr því sem ég, samviskunnar vegna, hafði ekki í mér að gera." Arnar er svekktur að geta ekki haldið áfram í Idol því hann var kominn í tuttugu manna lokahóp, einn tíu stráka. Átti hann því ágæta möguleika á tveggja milljón króna sigurlaununum. „Ég ætlaði að gera mitt besta og sá mig komast eitthvað áleiðis. Þetta hefði verið frábær kynning fyrir mig sem söngvara og ég var orðinn mjög spenntur. Svo kemur þetta mál upp." Þór Freysson, framleiðandi Idol, segir að Arnari hafi verið leyft að taka þátt í Eurovision til halda öllum möguleikum hans opnum, enda hefði hann getað staðið frammi fyrir því að komast áfram í hvorugri keppninni. „Við höfum alltaf reynt að koma eins mikið til móts við keppendur og hægt er varðandi framkomu þeirra áður en Idol byrjar," segir Þór. Eftir að í ljós kom að Arnar tekur þátt í úrslitum Eurovision 13. febrúar, kvöldið áður en útsendingar frá Idol hefjast, þurfti aftur á móti að taka í taumana. „Hann tók ákvörðun eftir sinni bestu samvisku og vildi ekki svíkja félaga sína og lagahöfundinn, sem er mjög virðingarvert. Það er leiðinlegt að missa hann úr keppninni því hann er mjög hæfileikaríkur strákur en við höfðum nóg af keppendum sem bönkuðu á dyrnar til að koma í staðinn fyrir hann," segir Þór. Hann játar að aðrir Idol-keppendur hafi komið að máli við sig og kvartað yfir þátttöku Arnars í Eurovision. Það hafi samt ekki haft áhrif á sinnaskiptin. Spurður hvort framleiðendur Idolsins hafi lofað upp í ermina á sér gagnvart Arnari segir hann: „Það kom bara í bakið á okkur að hafa veitt þetta leyfi. Auðvitað var það mjög leiðinlegt að geta ekki staðið við þetta en þetta þróaðist svona." Torfi Ólafsson, höfundur Easy to Fool, er hæstánægður með ákvörðun Arnars. „Hann er svo efnilegur og góður söngvari að hann hefði getað sagt sér það sjálfur að þessi staða gæti komið upp, að hann færi svona langt í báðum keppnum. En það hefur aldrei boðað gott að eiga tvær kærustur."freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira