Skyndibitastaðurinn Subway gaf Fjölskylduhjálp Íslands 1,3 milljón króna í formi gjafakorta að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns fjölskylduhjálpar.
Gjöfin var í formi gjafakorta að upphæð 15 þúsund króna en Subway keypti gjafakortin í Pennanum.
Þá gaf Subway einnig 400 gjafabréf á skyndibitastaðnum sjálfum.
Um málið var fjallað í fréttum stöðvar 2 í kvöld en þá láðist að nefn styrk Subway.