Forsetinn fundaði með Magma Ingimar Karl Helgason skrifar 26. ágúst 2009 19:22 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, fyrr í mánuðinum. Þeir ræddu umsvif Magma, sem hyggst hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er mikill áhugamaður um nýtingu jarðvarma, og hefur meðal annars rætt þau mál á Bandaríkjaþingi. Þá ræddi hann þessi mál einnig á fundi með Glitnismönnum sem haldin var í New York fyrir hrun. Nú hyggst kanadíska jarðhitafélagið Magma Energy hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði, og hefur þegar keypt sig inn í HS orku, á Reykjanes. Þetta er mjög umdeilt, til að mynda var þessum áætlunum mótmælt á fjölmennum fundi í Grindavík í gærkvöld, og fjármálaráðherra hefur látið kanna hvort Rarik eða aðrir gætu komið inn í kaup á hlutum í HS orku, í stað Kanadamanna. Fimmtánda ágúst átti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy. Magnús Bjarnason, stjórnandi ráðgjafarfyrirtækisins Glacier Partners, tók einnig þátt í fundinum. Hann mun hafa staðið í um tuttugu mínútur. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Beaty og Magnúsar. En þar ræddu forsetinn og forstjórinn um jarðhitanýtingu víða um heim. Þá var einnig rætt hvernig tækniþekking Íslendinga gæti nýst í þessum efnum, samkvæmt frásögn á heimasíðu forsetans. Áætlanir Magma Energy hér á landi bar á góma á fundinum en munu ekki hafa verið hluti af fyrirfram ákveðinni dagskrá. Þó munu þeir ekki hafa rætt sérstaklega kaup Magma Energy á hlutabréfum Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, fyrr í mánuðinum. Þeir ræddu umsvif Magma, sem hyggst hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er mikill áhugamaður um nýtingu jarðvarma, og hefur meðal annars rætt þau mál á Bandaríkjaþingi. Þá ræddi hann þessi mál einnig á fundi með Glitnismönnum sem haldin var í New York fyrir hrun. Nú hyggst kanadíska jarðhitafélagið Magma Energy hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði, og hefur þegar keypt sig inn í HS orku, á Reykjanes. Þetta er mjög umdeilt, til að mynda var þessum áætlunum mótmælt á fjölmennum fundi í Grindavík í gærkvöld, og fjármálaráðherra hefur látið kanna hvort Rarik eða aðrir gætu komið inn í kaup á hlutum í HS orku, í stað Kanadamanna. Fimmtánda ágúst átti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy. Magnús Bjarnason, stjórnandi ráðgjafarfyrirtækisins Glacier Partners, tók einnig þátt í fundinum. Hann mun hafa staðið í um tuttugu mínútur. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Beaty og Magnúsar. En þar ræddu forsetinn og forstjórinn um jarðhitanýtingu víða um heim. Þá var einnig rætt hvernig tækniþekking Íslendinga gæti nýst í þessum efnum, samkvæmt frásögn á heimasíðu forsetans. Áætlanir Magma Energy hér á landi bar á góma á fundinum en munu ekki hafa verið hluti af fyrirfram ákveðinni dagskrá. Þó munu þeir ekki hafa rætt sérstaklega kaup Magma Energy á hlutabréfum Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira