Rauðri málningu var skvett á íbúðarhús athafnamannsins Karls Wernerssonar við Engihlíð í Reykjavík í nótt. Þá fékk heimili Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Hlyngerði rauða málningargusu í annað sinn á stuttum tíma.

Karl Wernersson vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum.