Innlent

Afnotadeild Rúv: Yfir 100 milljónir í vanskilum

Ingimar Karl Helgason skrifar

Afnotadeild Ríkisútvarpsins gerir ráð fyrir að vanskil um sex þúsund heimila verði send til lögfræðiinnheimtu í lok vikunnar. Yfir hundrað milljónir króna eru í vanskilum.

Verið er að ganga frá málum í afnotadeildinn, þar voru um fjórtán þúsund manns í vanskilum um áramót, en búið er að semja við um átta þúsund. Skuldir hinna verða sendar til lögfræðilegrar innheimtu.

Skúli Eggert Sigurz hjá Lagastoð, segir að venjulega innheimtist ekki nema hluti af þessum kröfum, u.þ.b..25-30%. Í mörgum þessara tilvika sé um að ræða fólk sem hafi verið í vanskilum með afnotagjöldin árum saman og nú bætist við bæði útlendir og innlendir sem hafa flutt af landi brott. Þegar sýnt þyki að skuldir verði ekki innheimtar séu kröfur afskrifaðar bæði höfuðstóll og innheimtukostnaður. Þóknun Lagastoðar fyrir fyrsta stig innheimtu, nemi um fimmtán til tuttugu þúsund krónum, vegna þeirra krafna sem fáist greiddar.

Í þeim tilvikum sem ekki takist að innheimta séu kröfurnar alfarið afskrifaðar en áður hafi ferill skuldarans verið kannaður hjá Lánstrausti og oftar en ekki séu umræddir skuldarar með árangurslaus fjárnám eða gjaldþrot á bakinu. Þá komi til aðrar ástæður fyrir niðurfellingum s.s. búferlaflutningar ,dánarbú og aðrar breytingar á fjölskylduhögum fólks sem viðkomandi hafi láðst að tilkynna til Rúv þrátt fyrir fjölda viðvarana um löginnheimtu. Þá megi geta þess að fjöldi mála sé vegna fyrirtækja sem komin eru í þrot eða hætt starfsemi, segir Skúli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×