Innlent

240 milljarðar kunna að falla ríkissjóð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Framsóknarmenn leggja fram frávísunartillögu við Icesave samningana við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Ef 75% eigna Landsbankans innheimtast falla 240 milljarðar á ríkissjóð vegna Icesave eða sem svarar til 17% af landsframleiðslu, segir formaður fjárlaganefndar.

Telja má fullvíst að frávísunartillaga Framsóknarmanna verði felld þegar til atkvæðagreiðslu kemur að loknum umræðum. Stjórnarflokkarnir og Borgarahreyfingin standa sameiginlega að áliti um breytingartillögur við Icesave samningana, Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við breytingartillögurnar en skilar séráliti en Framsóknarmenn eru einir alfarið á móti málinu og leggur einnig fram sérálit þar að lútandi.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir áliti meirihlutans í morgun. Hann lýsti aðdragana málsins og fór yfir langa og ítarlega vinnu fjárlaganefndar vegna málsins. Hann sagði fyrirvara fjárlaganefndar fela í sér að Alþingi hefði alltaf síðasta orðið varðandi ríkisábyrgð vegna Icesave og fyrirvarar nefndarinnar væru fáir en skýrir og fullveldi þjóðarinnar tryggt.

„Það er mat meirihlutans á grundvelli fyrirliggjandi umsagna, meðal annars frá fjármálaráðuneytinu, Seðlabanka Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að ríkissjóður geti staðið undir ábyrgðinni. Að sama skapi er ljóst að ríkisábyrgðin verður í íslenska ríkinu íþyngjandi," segir Guðbjartur.

Kristján Þór Júlíusson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd gagnrýndi harðlega í sinni ræðu hvernig ríkisstjórnin stóð að viðræðum við Breta og Hollendinga og hvernig Bretar og Hollendingar gerðu allt til að leggja stein í götu Íslendinga eftir fall íslensku bankanna. Hann sagði nauðsynlegt að Íslendingar færu fram á rannsókn á því hvernig það gerðist að hægt var að misbeita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í þágu Breta, Hollendinga og Þjóðverja á kostnað Íslands.

Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins spurði hvernig Sjálfstæðismenn gætu samþykkt að afgreiða málið út úr nefnd, en talað gegn málinu.

Ómögulegt er að segja hvenær annarri umræðu lýkur en talsmenn flokka og formenn þeirra mega tala í 40 mínútur í fyrra skipti og 15 mínútur í annað skipti og óbreyttir þingmenn í 20 mínútur í fyrra skiptið og tíu mínútur í seinna skipti í umræðunni. Þá eru ekki talin með andsvör. Nú eru 26 á mælendaskrá og því ljóst að umræðan gæti a.m.k. tekið um 30 klukkustundir. Fundinum, sem stóð í tvo daga, lauk í dag. Samstarf deildanna er ekkert nýtt þar sem það hefur staðið yfir í vel á annan tug ára. Á norrænum fundi dómsmálaráðherra sem haldinn var í sumar var ákveðið að auka samstarfið.




Tengdar fréttir

Icesave rætt á Alþingi

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta þegar þingfundur hófst klukkan níu í morgun. Gert er ráð fyrir að málið verði samþykkt á Alþingi um helgina.

Framsóknarmenn vilja nýjar viðræður

Framsóknarflokkurinn vill að frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave verði vísað frá Alþingi og að ríkisstjórnin hefji viðræður við yfirvöld í Bretlandi og Hollandi um nýtt samkomulag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×