Innlent

Akureyri og Grímsey sameinast líklega

Sveitarfélögin Grímsey og Akureyri verða að öllum líkindum sameinuð eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Yfirgnæfandi meirihluti á báðum stöðum er fylgjandi því, samkvæmt niðurstöðum úr kosningum, sem voru samhliða alþingiskosningunum á laugardag. Tæp 70 prósent Akureyringa og 88 prósent Grímseyinga voru því fylgjandi. Grímseyingar eru 92 en Akureyringar 17.500.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×