Enski boltinn

Benitez: Gerrard vonandi klár um næstu helgi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur staðfest að miðjumaðurinn og fyrirliðinn Steven Gerrard verði ekki með Liverpool gegn Arsenal í enska deildarbikarnum annað kvöld.

Benitez vonast hins vegar til þess að Gerrard verði klár á nýjan leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Benitez ætlar væntanlega ekki að taka neina sjensa með Gerrard sem varð að fara útaf gegn Lyon í Meistaradeildinni fyrir um viku síðan eftir aðeins tuttugu og fimm mínútna leik eftir að vera nýbúinn að jafna sig af meiðslum.

„Gerrard verður klárlega ekki með gegn Arsenal en hann er óðum að jafna sig á meiðslunum þannig að vonandi verður hann klár í slaginn gegn Fulham," segir Benitez í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×