Óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu 14. október 2009 06:00 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir mikilvægt að opnað sé á umræðu um óhefðbundnar leiðir í því óhefðbundna ástandi sem nú ríkir. fréttablaðið/vilhelm „Það sem við erum að reyna að gera er að velta upp mögulegum leiðum að lausnum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir komi að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins. Finnur segist ekki vilja deila við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, heldur velta upp hugmyndum að mögulegri þátttöku lífeyrissjóðanna í því endurreisnarstarfi sem fram undan sé. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hrafn að hugmynd Viðskiptaráðs væri „alveg galin“. Hann sagði að hugmyndin þýddi að það yrði gegnumstreymi í lífeyrissjóðunum, áhættan myndi stóraukast og mögulega þyrfti að skerða réttindi sjóðsfélaga. Raunveruleg hætta yrði á því að lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. Þá skipti miklu fyrir lífeyrissjóðina að vera með hluta eigna sinna erlendis. „Það er óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu,“ segir Finnur. „Við tökum fram að þetta dregur úr áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Í þessari aðgerð þarf ekki endilega að felast einhver breyting á því að hluti eignanna verði raunverulega erlendur þar sem eignasafn Landsbankans er erlent eignasafn. Það yrði lagt til grundvallar við endurheimtur þessa láns. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir fái safnið á sanngjörnu verði og sjái síðan sjálfir um að hámarka virði þess.“ Finnur segist ekki sjá að með þessu verði lífeyrissjóðunum breytt í gegnumstreymiskerfi. „Þetta er ekki breyting í þá átt frekar en kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum Íbúðalánasjóðs.“ „Aðalatriðið er að í þessu óhefðbundna ástandi opnum við á umræðu um óhefðbundnar leiðir. Það er ekkert sem hefur komið fram sem sýnir fram á að þessi leið sé ekki þess virði að skoða hana.“ Ólafi Ísleifssyni, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, líst ekki vel á hugmynd Viðskiptaráðs. „Þetta er mjög varhugavert,“ segir Ólafur. „Sjóðirnir þurfa að gæta hagsmuna sinna sjóðsfélaga. Það sem varð þeim til bjargar voru þeirra erlendu eignir sem eru þeim ákveðið haldreipi.“ trausti@frettabladid.is Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Það sem við erum að reyna að gera er að velta upp mögulegum leiðum að lausnum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir komi að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins. Finnur segist ekki vilja deila við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, heldur velta upp hugmyndum að mögulegri þátttöku lífeyrissjóðanna í því endurreisnarstarfi sem fram undan sé. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hrafn að hugmynd Viðskiptaráðs væri „alveg galin“. Hann sagði að hugmyndin þýddi að það yrði gegnumstreymi í lífeyrissjóðunum, áhættan myndi stóraukast og mögulega þyrfti að skerða réttindi sjóðsfélaga. Raunveruleg hætta yrði á því að lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. Þá skipti miklu fyrir lífeyrissjóðina að vera með hluta eigna sinna erlendis. „Það er óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu,“ segir Finnur. „Við tökum fram að þetta dregur úr áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Í þessari aðgerð þarf ekki endilega að felast einhver breyting á því að hluti eignanna verði raunverulega erlendur þar sem eignasafn Landsbankans er erlent eignasafn. Það yrði lagt til grundvallar við endurheimtur þessa láns. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir fái safnið á sanngjörnu verði og sjái síðan sjálfir um að hámarka virði þess.“ Finnur segist ekki sjá að með þessu verði lífeyrissjóðunum breytt í gegnumstreymiskerfi. „Þetta er ekki breyting í þá átt frekar en kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum Íbúðalánasjóðs.“ „Aðalatriðið er að í þessu óhefðbundna ástandi opnum við á umræðu um óhefðbundnar leiðir. Það er ekkert sem hefur komið fram sem sýnir fram á að þessi leið sé ekki þess virði að skoða hana.“ Ólafi Ísleifssyni, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, líst ekki vel á hugmynd Viðskiptaráðs. „Þetta er mjög varhugavert,“ segir Ólafur. „Sjóðirnir þurfa að gæta hagsmuna sinna sjóðsfélaga. Það sem varð þeim til bjargar voru þeirra erlendu eignir sem eru þeim ákveðið haldreipi.“ trausti@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent