Fjögur lið komast á HM í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2009 11:22 Portúgal á ekki möguleika á að komast á HM í kvöld en þurfa að vinna Möltu án Cristiano Ronaldo til að komast í umspilið. Ronaldo er meiddur. Nordic Photos / AFP Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira