Fjögur lið komast á HM í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2009 11:22 Portúgal á ekki möguleika á að komast á HM í kvöld en þurfa að vinna Möltu án Cristiano Ronaldo til að komast í umspilið. Ronaldo er meiddur. Nordic Photos / AFP Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira