Fjögur lið komast á HM í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2009 11:22 Portúgal á ekki möguleika á að komast á HM í kvöld en þurfa að vinna Möltu án Cristiano Ronaldo til að komast í umspilið. Ronaldo er meiddur. Nordic Photos / AFP Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira