Innlent

Frávísunarkröfunni hafnað í héraðsdómi

Magnús Ármann.
Magnús Ármann.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frávísunarkröfu Materia Invest ehf, Magnúsar Ármann og Kevins Stanford frá dómi í dag. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn og því heldur mál Nýja Kaupþings gegn Materia og þeim félögum enn áfram.

Nýja Kaupþing hefur stefnt Materia Invest, Magnúsi Ármann og Kevin Stanford og krafðist þess að staðin verði skil á 730 milljóna króna láni til Materia Invest en þeir Magnús og Kevin Stanford eru eigendur félagsins. Auk þess stefndi Kaupþing Þorsteini Jónssyni, þriðja eiganda félagsins, en hann samdi við bankann á dögunum. Materia Invest var um tíma í hópi stærstu hluthafa FL Group.  Fari það svo að ábyrgðin falli á þá Magnús og Stanford þurfa þeir að greiða 240 milljónir króna hvor. Þeir kröfðust frávísunar í málinu en dómari féllst ekki á það.

Fresta þurfti þinghaldinu um nokkrar mínútur þar sem Karl Pétur Óttarsson, sem sækir málið fyrir hönd Kaupþings, var ekki mættur á réttum tíma. Hringt var í Karl sem kom nokkrum mínútum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×