Enski boltinn

Tilboði Wigan í Hunt hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stephen Hunt í leik með Reading.
Stephen Hunt í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Reading hefur hafnað tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan í Stephen Hunt eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Talið er að Wigan hafi verið reiðubúið að borga þær fimm milljónir punda sem Reading vildi fá fyrir Hunt en að félagið hafi ekki verið sátt við greiðsluáætlun Wigan.

Reading vildi fá alla upphæðina strax en Wigan greiða í þremur greiðslum, þar af helming upphæðarinnar strax.

Nú hefur Tottenham verið orðað við Hunt sem hefur skorað sex mörk í ensku B-deildinni með Reading á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×