Heilsulaus Íslendingur vitni í grófu umhverfisglæpamáli í Noregi Valur Grettisson skrifar 14. október 2009 12:55 Stórslys í Noregi. Vilhjálmur Benediktsson er alvarlega veikur eftir að hafa unnið á vettvanginum. Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt eiganda olíutankanna, Trond Emblem, fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Vilhjálmur er eitt af fjölmörgum vitnum málsins en hann virðist hafa fengið verstu eitrunina af þeim átta hundruð einstaklingum sem hafa verið rannsakaðir af læknum. Vita ekki hvað var í tönkunum Það var fyrir tveimur árum sem tveir olíutankar sprungu í Vestur Noregi. Fjöldi fólks leitaði til læknis vegna mengunar frá brunarústunum. Um það bil 200 tonn af úrgangsolíu brunnu. Talið er að brennisteinssýra hafi verið í úrganginum og borist um svæðið eftir brunann. Forsvarsmenn olíuhreinsunarstöðvarinnar hafa ekki vilja svara áleitnum spurningum um það hvað var í tönkunum. Vilhjálmur var einn af þeim sem unnu á svæðinu eftir sprenginguna. Nú er er hann fárveikur. „Það sést kannski ekki á mér, en ég er ekki með sömu orkuna og ég hafði," sagði Vilhjálmur í viðtali við TV2 í Noregi. Rifnaði eins og niðursuðudós Hann er sérfræðingur í að setja upp fiskeldiskvíar og hefur ávallt unnið úti. Hann var staddur 50 metrum frá tönkunum rétt áður en þeir sprungu. Í viðtali við TV 2 lýsir hann því þannig að hann og vinnufélagar hafi heyrt undarlegt hljóð mínútu fyrir sprenginguna. „Skyndilega opnaðist tankurinn eins og niðursuðudós," segir Vilhjálmur í viðtali við TV2 þegar hann lýsti gríðarlegri sprengingu sem varð. Hann kom sér í var. Daginn eftir snéri hann aftur til vinnu. Hann segist hafa fundið sterka lykt í loftinu. Efni, blönduð vatni flutu víðsvegar um svæðið. Andaði að sér mengun frá morgni til kvölds „Við önduðum að okkur loftinu frá degi til kvölds," segir Vilhjálmur sem er einn af áttahundruð sem yfirvöld í Noregi hafa rannsakað eftir sprenginguna. Í sumar kom svo niðurstaða rannsóknanna frá Háskólanum í Haukeland en þá kom fram að fæstir af þeim áttahundruð væru alvarlega veikir vegna sprengingarinnar. Engu að síður verður fylgst náið með þeim næstu fimm árin. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi orðið fyrir alvarlegustu eitruninni eftir sprenginguna. „Við fengum engar upplýsingar um það hvað var í tönkunum, annað en að þarna hafði verið úrgangur," sagði Vilhjálmur við TV2. Ákærðir fyrir alvarleg umhverfisspjöll Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt Trond Emblem, eiganda olíuvinnslustöðvarinnar, fyrir alvarleg umhverfisbrot. Réttarhöldin hefjast í nóvember en meðal vitna er Vilhjálmur sjálfur. Vilhjálmur er fjölskyldumaður og hann getur ekki unnið lengur. Hann vonast til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dæmdir fyrir glæpi sína og neyddir til þess að borga þolendum skaðabætur samkvæmt TV2. Hægt er að nálgast sjónvarpsviðtal og grein um málið hér. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt eiganda olíutankanna, Trond Emblem, fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Vilhjálmur er eitt af fjölmörgum vitnum málsins en hann virðist hafa fengið verstu eitrunina af þeim átta hundruð einstaklingum sem hafa verið rannsakaðir af læknum. Vita ekki hvað var í tönkunum Það var fyrir tveimur árum sem tveir olíutankar sprungu í Vestur Noregi. Fjöldi fólks leitaði til læknis vegna mengunar frá brunarústunum. Um það bil 200 tonn af úrgangsolíu brunnu. Talið er að brennisteinssýra hafi verið í úrganginum og borist um svæðið eftir brunann. Forsvarsmenn olíuhreinsunarstöðvarinnar hafa ekki vilja svara áleitnum spurningum um það hvað var í tönkunum. Vilhjálmur var einn af þeim sem unnu á svæðinu eftir sprenginguna. Nú er er hann fárveikur. „Það sést kannski ekki á mér, en ég er ekki með sömu orkuna og ég hafði," sagði Vilhjálmur í viðtali við TV2 í Noregi. Rifnaði eins og niðursuðudós Hann er sérfræðingur í að setja upp fiskeldiskvíar og hefur ávallt unnið úti. Hann var staddur 50 metrum frá tönkunum rétt áður en þeir sprungu. Í viðtali við TV 2 lýsir hann því þannig að hann og vinnufélagar hafi heyrt undarlegt hljóð mínútu fyrir sprenginguna. „Skyndilega opnaðist tankurinn eins og niðursuðudós," segir Vilhjálmur í viðtali við TV2 þegar hann lýsti gríðarlegri sprengingu sem varð. Hann kom sér í var. Daginn eftir snéri hann aftur til vinnu. Hann segist hafa fundið sterka lykt í loftinu. Efni, blönduð vatni flutu víðsvegar um svæðið. Andaði að sér mengun frá morgni til kvölds „Við önduðum að okkur loftinu frá degi til kvölds," segir Vilhjálmur sem er einn af áttahundruð sem yfirvöld í Noregi hafa rannsakað eftir sprenginguna. Í sumar kom svo niðurstaða rannsóknanna frá Háskólanum í Haukeland en þá kom fram að fæstir af þeim áttahundruð væru alvarlega veikir vegna sprengingarinnar. Engu að síður verður fylgst náið með þeim næstu fimm árin. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi orðið fyrir alvarlegustu eitruninni eftir sprenginguna. „Við fengum engar upplýsingar um það hvað var í tönkunum, annað en að þarna hafði verið úrgangur," sagði Vilhjálmur við TV2. Ákærðir fyrir alvarleg umhverfisspjöll Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt Trond Emblem, eiganda olíuvinnslustöðvarinnar, fyrir alvarleg umhverfisbrot. Réttarhöldin hefjast í nóvember en meðal vitna er Vilhjálmur sjálfur. Vilhjálmur er fjölskyldumaður og hann getur ekki unnið lengur. Hann vonast til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dæmdir fyrir glæpi sína og neyddir til þess að borga þolendum skaðabætur samkvæmt TV2. Hægt er að nálgast sjónvarpsviðtal og grein um málið hér.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira