Erlent

Skyndibitastaðir reyna að glæða viðskiptin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandarískir skyndibitastaðir gera nú allt hvað þeir geta til að laða til sín viðskiptavini. Lækkað verð, minni og ódýrari réttir og ýmiss konar tilboð er meðal þeirrar tækni sem staðirnir beita til að glæða viðskiptin en bandarískur almenningur borðar nú í æ ríkari mæli heima hjá sér fremur en að eyða peningum í skyndibita. Sem dæmi má nefna að Burger King hefur brugðið á það ráð að selja litla hamborgara sem kosta sem svarar um 160 krónum stykkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×