Innlent

Ójöfnuður jókst hérlendis

Ísland er í 15. til 16. sæti af 29 þegar munur á ríkum og fátækum er borinn saman milli Evrópulanda.Fréttablaðið/Valli
Ísland er í 15. til 16. sæti af 29 þegar munur á ríkum og fátækum er borinn saman milli Evrópulanda.Fréttablaðið/Valli

Bilið milli ríkra og fátækra breikkaði nokkuð á árabilinu 2003 til 2006. Þetta má lesa úr niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands.

Tekjuhæstu tuttugu prósent Íslendinga voru með 3,9 sinnum hærri tekjur en tekjulægstu tuttugu prósentin árið 2006. Árið 2003 var tekjuhæsti fimmtungurinn með 3,4 sinnum hærri laun en lægsti fimmtungurinn.

Munurinn hefur aukist meira hér á landi en hjá flestum öðrum Evrópuþjóðum. Ástæðan virðist frekar vera sú að tekjur þeirra tekjuhæstu hafi aukist samanborið við meðalmanninn en að hinir tekjulægri hafi lækkað.

Hliðstæðar rannsóknir eru gerðar í löndum Evrópusambandsins, Noregi og Sviss. Ójöfnuður var meiri hér á landi árið 2006 en á nokkru hinna Norðurlandanna.

Ísland er í 15. til 16. sæti af 29 ásamt Hollandi þegar löndunum er raðað í röð með mesta jöfnuðinn í fyrsta sæti. Mesti jöfnuðurinn var í Svíþjóð og Slóveníu. Minnstur var hann í Portúgal.

Notast er við svokallaðan Gini-stuðul til að meta bilið milli ríkra og fátækra. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×