Enski boltinn

Enska boltanum kippt úr sambandi í Afríku

Aðdáendur enska boltans í Afríku urðu fyrir áfalli um helgina þegar breskt fyrirtæki sem séð hefur um útsendingar í landinu fór á hausinn.

Í kjölfarið sitja áskrifendur og kráareigendur eftir með sárt ennið, því enski boltinn var oftar en ekki ástæða þess að viðskipti gengu vel og fullt var út úr dyrum um helgar.

Reuters -fréttastofan sagði frá konu í Naíróbí sem lagðist á bæn um að fá enska boltann í loftið á ný og kráareiganda sem sagðist vera í rusli yfir yfirvofandi tekjumissi.

"Við bjuggumst við að selja allan lagerinn okkar eins og venjulega þegar Liverpool og Chelsea voru að spila. Þetta er reiðarslag," sagði vertinn.

Það var breska fyrirtækið Gateway Brodcast Services sem sá um sýningar á enska boltanum í löndunum sunnan Sahara í Afríku.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að allra leiða hefði verið leitað til að halda þjónustunni gangandi, en það hefði ekki gengið upp vegna kreppunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×