Erlent

Kapítalismi getur lært af búddisma

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, telur kapítalismann geta lært heilmikið af búddisma.

Leiðtoginn gerir kapítalismann, eða auðvaldsstefnuna, að yrkisefni sínu í nýútkominni bók sem ber titilinn Vegur leiðtogans eða The Leaders Way. Þar bendir hann meðal annars á að bæði viðskiptalífið og búddisminn gangi út á að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Enn fremur bendir sá gamli á að góðar fyrirætlanir, kyrr hugur og vitundin um að ekkert endist að eilífu séu grundvöllur hvors tveggja, viðskiptanna og búddismans, en undirtónninn beggja megin sé frelsi og fjölbreytileiki.

Þá játar Dalai Lama í bókinni að hann hafi aldrei náð að skilja kommúnismann algjörlega fyrr en hann átti fund með Mao Tse-tung heitnum, aðalritara kínverska kommúnistaflokksins þar til 1976 þegar Mao lést en það átti reyndar ekki að geta gerst samkvæmt kínverskri speki. Eins og kapítalismi og búddismi eru ólíkar stefnur fullyrðir Dalai Lama í bókinni að heilmargt sé líkt með þeim og kapítalisminn þurfi að tileinka sér grundvallarkennisetningar búddismans ætli hann sér að verða tekinn alvarlega. Með góðum vilja mætti sennilega færa rök fyrir þessu, til dæmis er kennisetning Miltons Friedman um að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis með hálf-búddískum undirtón ef grannt er skoðað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×