Lífið

Þrír leikarar með ellefu hlutverk

Bergur Þór sér GRAL vaxa og dafna.  Fréttablaðið/GVA
Bergur Þór sér GRAL vaxa og dafna. Fréttablaðið/GVA

Æfingar á öðru stykki Grindvíska atvinnuleikhússins, GRAL, eru hafnar. Að þessu sinni á að setja upp frumsamið barnaleikrit, Horn á höfði. Bergur Þór Ingólfson leikstýrir og leika Víðir Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í verkinu.

Hópurinn æfir í Reykjavík sem stendur en húsnæði í Grindavík verður neglt hið fyrsta. Stefnt er á að frumsýna í þann 15. september.„Við ætlum að byrja að smíða leikmynd núna í júní og æfa. Við höfum verið að lesa þetta bara við eldhúsborðið heima hjá mér."

Verkið fjallar um stúlku sem á lítinn bróður, en honum er vart hugað líf, og vin hennar sem er með bólur á enninu. Mikið ævintýri upphefst þegar þau reyna að leysa gátuna um bólurnar og þar finna þau Hafurbjörn, landsnámsmaður í Grindavík, sem hefur brotist í gegnum strákinn til að létta af gömlum álögum af mannfólkinu.

Bergur segir þetta verkefni mun stærra en það seinasta, 21 manns saknað. „Fyrir lítið leikfélag er leikmyndin stór, en ég geri ekki ráð fyrir að við verðum með flugkerfi og hringsvið. Það var mikil naumhyggja í fyrra, einn leikari og lítil leikmynd. Núna eru þrír leikarar og stærri leikmynd. Þrír leikarar og ellefu hlutverk."

Fyrsta brot úr verkinu verður sýnt bæði í Grindavík og á stóra sviðinu við Arnarhóli 17. júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.