Innlent

Lögreglan upprætir kannabisræktun í Úlfarsárdal

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu upprætti fyrir stundu gríðarlega umfangsmikla kannabisræktun í Úlfarsárdal í Reykjavík. Þrír menn hafa verið í yfirheyrslum vegna málsins. Ræktunin var í kjallara parhúss, milliveggur hafði verið brotinn og var kjallari beggja húsa nýttur undir ræktunina.

Lögreglan hefur upprætt fjölmargar kannabisræktunarstöðvar á undanförnum dögum og hafa lögreglumenn lagt hald á þúsundir plantna.

Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar segir í samtali við Vísi að um 200 plöntur hafi verið í ræktun. Þær hafi hinsvegar verið í miklum blóma og mjög stórar.

Hann segir ræktunina tengjast ræktun sem var stöðvuð í Hafnarfirði fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×