Innlent

Troðfullt út úr dyrum á borgarafundi um Icesave

Borgarafundurinn var vel sóttur.
Borgarafundurinn var vel sóttur. Mynd/ Sigurjón

Troðfullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi sem fram fór Iðnó í kvöld. Fundurinn var á vegum Indefence hópsins. Á fundinum líkti rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson ástandinu á Íslandi við óhreint almenningssalerni.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, steig í pontu og sagði meðal annars að það verði ekki Icesave skuldirnar sem komi okkur á knén.

Einar Már Guðmundsson steig í pontu og sagði meðal annars að nokkrir „óknyttapiltar" hefðu komið íslensku þjóðinni í þá stöðu sem hún er í í dag. Hann sagði ríkisstjórnina ganga niður Bankastræti og hverfa ofan í Bankastræti 0, almenningssalernið, og kallaði á þjóðina til að þrífa. Óknyttapiltarnir svokölluðu slyppu því við þrifin þar sem þjóðin hefði verið ráðin til verksins. Uppskar hann mikil hlátrasköll og fagnaðarlæti.

Þá sakaði hann bankastjóra gömlu bankanna um lygar með því að tala um eignir sem fengjust upp í skuldir bankanna.

Helgi Áss Grétarsson steig einnig upp í pontu og velti meðal annars upp þeirri spurningu hverjar eftirstöðvar Icesave skuldarinnar yrðu að sjö árum liðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×