Enski boltinn

Báðu um gul spjöld til að komast í jólafrí

Steve Bennett dómari
Steve Bennett dómari NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnudómarinn Steve Bennett er í vondum málum eftir að enska blaðið News Of The World birtir samtal sem átti sér stað á hótelbar á Spáni.

Þar var Bennett ásamt mörgum dómurum í ensku úrvalsdeildinni á ráðstefnu um dómaramál. Nokkir leikmenn í úrvalsdeildinni báðu Bennett um að gefa sér gult spjald til þess að geta farið í jólafrí með fjölskyldunni.

Blaðið nafngreinir ekki leikmennina, en fái leikmenn 5 gul spjöld fara þeir sjálfkrafa í leikbann.

Á upptökunum sem News Of The World hefur undir höndum segir Bennett að erlendir leikmenn í úrvalsdeildinni vilji fá frí um jólin og einn knattspyrnumaður vildi taka út leikbann því framundan var leikur á knattspyrnuvelli sem hann vildi ekki spila á.

Steve Bennett er búinn að dæma 18 leiki í úrvalsdeildinni í vetur og veifa gula spjaldinu 64 sinnum.

Smelltu hér til að heyra upptökur News of the World






Fleiri fréttir

Sjá meira


×