Fótbolti

Brot úr þættinum Utan vallar með Eiði Smára í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen situr fyrir svörum í þættinum Utan vallar á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 20.

Í myndskeiðinu með fréttinni má sjá brot úr ítarlegu viðtali Harðar Magnússonar við íslenska landsliðsmanninn þar sem hann ræðir stöðuna sem komin var upp í liði Barcelona á síðustu leiktíð á síðustu dögum Frank Rijkaard þjálfara.

Rijkaard var gagnrýndur nokkuð fyrir að halda tryggð við stórstjörnur liðsins hvort sem þær voru að spila vel eða ekki og segja má að lið Barcelona hafi valdið sárum vonbrigðum á síðustu leiktíð.

Í viðtalinu við Eið Smára í kvöld verður líka talað um daga hans hjá Chelsea, brottfor Jose Mourinho þaðan og komu Pep Guardiola þjálfara til Barcelona, en eins og fram hefur komið íhugaði Eiður að fara frá Barcelona áður en Guardiola tók þar við.

Þá ræðir Eiður Smári um málefni íslenska landsliðsins bæði hvað snertir möguleika liðsins í undankeppni HM og stöðu sína innan liðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×