Erlent

Spænsku konungshjónin óhrædd við aðskilnaðarsinna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bílasprengjan á fimmtudag banaði tveim lögreglumönnum.
Bílasprengjan á fimmtudag banaði tveim lögreglumönnum.
Konungur Spánar Juan Carlos og drottningin Sofia ferðuðust til sumardvalarstaðar síns á Mallorca, aðeins tveim dögum eftir að sprengjutilræði aðskilnaðarsinna banaði tveimur í borginni Palmanova á eyjunni.

Konungurinn talaði við blaðamenn á flugvelli á laugardag, en engan bilbug var á honum að finna. Hann sagðist bæði ánægður og öruggur, en lagði áherslu á að áfram þyrfti að reyna að uppræta aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA.


Tengdar fréttir

Mannskæð bílsprengja á sumardvalareyjunni Mallorca

Tveir lögreglumenn létu lífið þegar bíll sprakk á spænsku sumarleyfiseyjunni Mallorca í dag. Í kjölfar sprengjunnar lokuðu yfirvöld á Mallorka öllum samgönguleiðum til og frá eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×