Enski boltinn

O´Neill hrósar leikmönnum sínum

NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill hefur náð frábærum árangri með Aston Villa á leiktíðinni og hann hrósaði leikmönnum sínum eftir góðan 2-0 sigur á Blackburn í dag.

Útisigur Villa í dag var sá sjöundi í röð sem er félagsmet og skaut liðinu í þriðja sæti deildarinnar - upp fyrir Chelsea - sem náði aðeins stigi gegn Hull. Liðið er átta stigum á undan Arsenal sem er í fimmta sætinu.

"Það er mikill kraftur og ákveðni í leiðinu og ég var gríðarlega ánægður þegar við skoruðum síðara markið í dag," sagði O´Neill og viðurkenndi að hann hefði ekki verið rólegur fyrr en síðara markið kom. Hann var ánægður með félagsmetið sem féll í dag.

"Þetta met segir okkur mikið um þetta lið. Frammistaða leikmanna undanfarið hefur verið frábær og við erum með marga leikmenn sem eru að spila einstaklega vel. Það er frábært að vera komnir með 51 stig í deildinni og það verður erfitt að halda þessu góða gengi áfram," sagði O´Neill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×