Enski boltinn

Arsenal búið að staðfesta Arshavin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arshavin, leikmaður Arsenal.
Arshavin, leikmaður Arsenal.

Þá er það loksins orðið staðfest. Andrei Arshavin er orðinn leikmaður Arsenal en þessi 27 ára rússneski landsliðsmaður kemur frá Zenit í Pétursborg.

Arsenal hefur staðfest kaupin á heimasíðu sinni. Arshavin mun nú ganga frá persónulegum málum í Rússlandi og undirbúa flutning sinn til Lundúna.

Hann gæti spilað sinn fyrsta leik í búningi Arsenal í nágrannaslag gegn Tottenham á sunnudag en þar sem tímabilinu í Rússlandi lauk í nóvember er líklegt að hann fái aðeins meiri tíma til að undirbúa sig.

Hann verður ekki löglegur með Arsenal í Meistaradeildinni þetta tímabilið þar sem hann hefur þegar leikið með Zenit í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×