Innlent

Hálka og hálkublettir víðsvegar um landið

Hálka og hálkublettir eru um land allt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði, stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Klettsháls. Á Vestfjörðum er annars hálka, snjóþekja og éljagangur.

Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku og á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir. Éljagangur er í Skagafirði og þá er flughált í Kelduhverfi á Norðausturlandi.

Á Suðausturlandi eru víðast hvar greiðfært þó er einhverjir hálkublettir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×