Stendur ekki til að loka Þjóðleikhúsinu 13. júní 2009 15:47 Tinna Gunnlaugsdóttir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir ekki standa til að loka Þjóðleikhúsinu enda sé engin þörf á því. Viðgerðum á húsinu sé lokið og leikhúsið skarti sínu fegursta sem leikhús. Hún segir húsið virka fullkomlega þó til standi að byggja við og tæknivæða leikhúsið enn frekar. Tinna segir miklar viðgerðir hafa staðið yfir undanfarin ár en í þær hafi verið ráðist eftir skýrslu sem var unnin um ástand hússins. Fréttablaðið birtir frétt í morgun þar sem vitnað er í umrædda skýrslu. Það eru sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft sem skiluðu skýrslunni í ágúst árið 2006. Skýrsluhöfundar segja ástandið svo slæmt að loka þyrfti leikhúsinu í tvö ár til þess að ráðast í milljarðaendurbætur. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nánast allt sem við kemur ástandi og aðbúnaði leikhússins. Meðal annars kemur fram að leikhúsið uppfylli ekki alþjóðlega öryggisstaðla, brunavarnir séu hreinlega ekki til staðar og að vinnuaðstaðan þverbrjóti gegn lögum um vinnuvernd. Þetta sé vegna þess að þeir staðlar sem fylgt var þegar húsið var byggt árið 1950 séu löngu orðnir úreltir. Tinna segir skýrsluna vera frá árinu 2005 en henni hafi verið skilað í skýrsluformi árið 2006. „Eins og þjóðin veit þá hafa staðið yfir viðamiklar viðgerðir á nákvæmlega þeim atriðum sem getið er um undanfarið. Má þar nefna múrvinnu, viðgerð á burðarvirki, leka í gluggum auk víðtækra aðgerða um öryggis- og brunamál auk bættara aðgengis fyrir hreyfihamlaða," segir Tinna. Hún segir þó að Þjóðleikhúsið hafi sætt vanrækslu í áratugi. Þegar hún hafi tekið við sem leikhússtjóri hafi ástandið verið slæmt vegna leka og ástand ytra byrðis hafi verið slæmt auk þess sem vinnuaðstæður hafi verið taldar hættulegar. Samstaða hafi þó náðst í ríkisstjórn um fjármagn til þess að kippa þessu í liðinn. Þeim viðgerðarfasa sé nú lokið. „Hinsvegar er enn eftir að endurbæta alla tækni í húsinu og viðbygging til austurs er enn eftir. Það myndi breyta allri aðstöðu í húsinu því þá myndi bætast við hliðarsvið og geymslur sem sárvantar. Ég hef lagt mig fram við að koma því máli á einhverskonar verkefnaskrá þó ég viti og skilji vel að nú þurfi að velja vel þær framkvæmdir sem farið er í. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem er svo brýnt að ekki sé hægt að starfa við þær aðstæður sem nú eru," segir Tinna. Tengdar fréttir Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir ekki standa til að loka Þjóðleikhúsinu enda sé engin þörf á því. Viðgerðum á húsinu sé lokið og leikhúsið skarti sínu fegursta sem leikhús. Hún segir húsið virka fullkomlega þó til standi að byggja við og tæknivæða leikhúsið enn frekar. Tinna segir miklar viðgerðir hafa staðið yfir undanfarin ár en í þær hafi verið ráðist eftir skýrslu sem var unnin um ástand hússins. Fréttablaðið birtir frétt í morgun þar sem vitnað er í umrædda skýrslu. Það eru sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft sem skiluðu skýrslunni í ágúst árið 2006. Skýrsluhöfundar segja ástandið svo slæmt að loka þyrfti leikhúsinu í tvö ár til þess að ráðast í milljarðaendurbætur. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nánast allt sem við kemur ástandi og aðbúnaði leikhússins. Meðal annars kemur fram að leikhúsið uppfylli ekki alþjóðlega öryggisstaðla, brunavarnir séu hreinlega ekki til staðar og að vinnuaðstaðan þverbrjóti gegn lögum um vinnuvernd. Þetta sé vegna þess að þeir staðlar sem fylgt var þegar húsið var byggt árið 1950 séu löngu orðnir úreltir. Tinna segir skýrsluna vera frá árinu 2005 en henni hafi verið skilað í skýrsluformi árið 2006. „Eins og þjóðin veit þá hafa staðið yfir viðamiklar viðgerðir á nákvæmlega þeim atriðum sem getið er um undanfarið. Má þar nefna múrvinnu, viðgerð á burðarvirki, leka í gluggum auk víðtækra aðgerða um öryggis- og brunamál auk bættara aðgengis fyrir hreyfihamlaða," segir Tinna. Hún segir þó að Þjóðleikhúsið hafi sætt vanrækslu í áratugi. Þegar hún hafi tekið við sem leikhússtjóri hafi ástandið verið slæmt vegna leka og ástand ytra byrðis hafi verið slæmt auk þess sem vinnuaðstæður hafi verið taldar hættulegar. Samstaða hafi þó náðst í ríkisstjórn um fjármagn til þess að kippa þessu í liðinn. Þeim viðgerðarfasa sé nú lokið. „Hinsvegar er enn eftir að endurbæta alla tækni í húsinu og viðbygging til austurs er enn eftir. Það myndi breyta allri aðstöðu í húsinu því þá myndi bætast við hliðarsvið og geymslur sem sárvantar. Ég hef lagt mig fram við að koma því máli á einhverskonar verkefnaskrá þó ég viti og skilji vel að nú þurfi að velja vel þær framkvæmdir sem farið er í. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem er svo brýnt að ekki sé hægt að starfa við þær aðstæður sem nú eru," segir Tinna.
Tengdar fréttir Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00