Enski boltinn

Tevez: Kannski var ég að kveðja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez með verðlaun sín í dag.
Tevez með verðlaun sín í dag. Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Carlos Tevez viðurkenndi eftir leik í dag að þetta hefði hugsanlega verið hans síðasti leikur á Old Trafford sem leikmaður Man. Utd.

Það var baulað þegar Tevez var tekinn af velli en áhorfendur klöppuðu aftur á móti hraustlega þegar Tevez klappaði til þeirra. Var engu líkara en hann væri að kveðja félagið og stuðningsmennina.

„Ég var kannski að kveðja og þetta var virkilega erfið stund," sagði hinn tilfinningaríki Tevez.

„Þetta tók á andlega. Mér líkar við Manchester og mér líkar einnig vel við stuðningsmennina sem hafa alltaf stutt mig vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×